s
  • slide 1

Um Landsprent

Landsprent ehf. er sérhæfð blaðaprentsmiðja sem býður upp á prentun og dreifingu blaða ásamt fjölbreyttri þjónustu við útgáfu á kynningar- og auglýsingaefni.

Meðal viðskiptavina Landsprents eru eftirfarandi blöð:

Morgunblaðið, Viðskiptablaðið, Fiskifréttir, Bændablaðið, Mannlíf, Víkurfréttir, Skessuhorn, Stundin, ELKO, Sóknarfæri, Árbæjarblaðið, Grafarvogsblaðið, Vesturbæjarblaðið, Breiðholtsblaðið, Kópavogsblaðið og Mosfellingur.

Starfsemi Landsprents ehf. byggir á öruggri og hraðvirkri þjónustu,vandaðri prentun og ábyrgri umhverfisstefnu.

Landsprent ehf. er dótturfélag Árvakurs hf., sem er útgáfufélag Morgunblaðsins.

PDF stillingar

Á vef Iðunnar fræðsluseturs eru leiðbeiningar um svokallað RGB vinnsluferli, frágang PDF skjala og mynda til prentunar, sem við mælum með að sé notað.

Iðan fræðslusetur - Prentstillingar ×

Litaprófílar

Hér að neðan eru prentprófílar Landsprents fyrir 45 g (blaðapappír) og 60 g pappír (hvítari pappír). Til þess að tryggja rétta notkun prófílanna er fólki bent á að kynna sér upplýsingar um RGB vinnsluferli.

Pappírstegund Prófíll
45 gr. landsprent_45gr_240310.icc
60 gr. landsprent_60_gr_221007.icc
×

Blaðastærðir

Landsprent býður viðskiptavinum sínum upp á prentun auglýsingablaða. Þá býðst viðskiptavinum einnig dreifing á auglýsingablöðum í Morgunblaðinu.

Fjöldi eintaka

Ekkert hámark er á upplagi. Hægt er að fá prentuð aukaeintök til eigin dreifingar, til dæmis til viðskiptavina eða til að láta liggja frammi í verslunum eða á skrifstofum.

×